Ertu að reyna að horfa á streymi á NovaTV?
Til að þjónusta þig á sem bestan hátt þurfum við að vita nokkra hluti:
Streymi hefst ekki eða höktir?
Eins og það er mikið stuð að skella sér á tónleika þá er líka ansi huggulegt að horfa á tónleika heima í stofu í kósígallanum með allri fjölskyldunni eða vinahópnum!
Streymið sigraði heiminn um daginn og nú er hægt að kaupa miða á streymi á hina ýmsu tónleika og glápa á streymið á NovaTV.
Þegar þú átt miða á streymistónleika þaftu ekki að borga neitt til að nota NovaTV og glápa á tónleikana.
Svona virkar þetta:
- Þú kaupir streymismiða á tónleika á Nova.is. Það er mikilvægt að þegar þú kaupir miðann að hann sé á kennitölu þess sem er skráður fyrir NovaTV aðganginum.
- Þú færð NovaTV aðgang frítt frá og með deginum sem þú kaupir miðann og þangað til 2 dögum eftir að streyminu lýkur.
- Þú þarft ekki að segja upp NovaTV aðganginum sérstaklega því hann lokast sjálfkrafa nokkrum dögum eftir að streyminu lýkur.
- Eina sem þú þarft að gera er að, versla miða á streymið, sækja NovaTV appið, skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og njóta tónleikanna.
- Á tónleikadeginum opnast streymið sjálfkrafa í NovaTV appinu og á novatv.is. Streymið er aðgengilegt í tvo daga eftir tónleikana. Þú finnur viðburðinn undir valmyndinni 'Viðburðir' á NovaTV.
Mundu að það er lítið mál að sækja NovaTV appið í græjunni sem þú notar til að glápa úr, hvort sem það er Apple TV, Android TV, spjaldtölva, snjallsími eða snjallsjónvarp. Svo er líka alltaf hægt að horfa í vafra inná novatv.is.
Þú getur líka varpað straumnum úr snjallsíma eða spjaldtölvu í sjónvarpið með glápgræjunni þinni.
Ef innskráning gengur illa, ferlið stoppar eða streymi hefst ekki er möguleiki að um eftirfarandi hluti sé að ræða:
Vandræði með innskráningu:
Líklega er verið er að skrá sig inn á NovaTV með rafrænum skilríkjum á annarri kennitölu en miðinn er verslaður á.
Það þarf að passa það gríðarlega vel að NovaTV aðgangurinn og streymismiðinn séu skráðir á sömu kennitölu.
Ef það kemur upp greiðslusíða þá er ekki verið að skrá sig inn á réttri kennitölu.
Ef þú stoppar í innskráningu í sjónvarpi þá eru afar góðar leiðbeiningar fyrir innskráningu hér.
Hefst streymið ekki, en það er samt mynd á skjánum?
Þegar þú skráir þig inn á NovaTV er þér beint inn á 30 mínútna myndbrot sem spilast fram að útsendingu. Útsendingin hefst 30 mínútum fyrir viðburð, og mikilvægt er að fara inn á 'Viðburðir' í valmyndinni og spila streymið þaðan.
Þú getur einnig skoðað Streymi á viðburði í NovaTV virkar ekki - hvað get ég gert?
Streymi frýs eða höktir:
Það er hægt að spóla til baka 10 sekúndur og þá spilast straumurinn án hökts í hæstu gæðum.
Einnig má prófa að endurræsa nettengingu og glápgræju.
Mundu svo að það er minnsta mál í heimi að færa miðann á aðra kennitölu í Vasanum í Nova appinu ef þú vilt láta annan einstakling skrá sig inn á NovaTV!