Ef að þú ætlar að horfa á tónleika í beinu streymi á NovaTV og það er eitthvað sem bjátar á, þá eigum við nokkur góð ráð í pokahorninu sem gætu bjargað kvöldinu.
Ertu ekki örugglega að skrá þig inn á NovaTV á kennitölunni/rafrænu skilríkjunum sem miðinn er verslaður á?
Streymið er ekki að hefjast - hvað get ég gert?
Ef þú ert í snjalltæki líkt og Apple TV eða Android TV máttu endilega prófa að endurræsa tækin þín.
Það er gert með því að fylgja eftirfarandi skrefum:
1. Kippa tækjunum úr sambandi við rafmagn.
2. Hinkra í nokkrar sekúndur.
3. Stinga aftur í samband.
Ertu svo ekki örugglega inni í 'Viðburðir' á NovaTV?
Vafrakökur
Ef þú ert inni á novatv.is í vafra í tölvu eða síma gæti ástæðan legið í vafrakökum.
Prófaðu að hreinsa vafrakökur og endurræsa (refresh) síðuna.
Vafrakökur eru hreinsaðar í Chrome vafranum með eftirfarandi skrefum:
1. Opnaðu Chrome.
Í hægra horninu smellir þú á punktana og velur Settings.
2. Smelltu á Privacy and security og veldu þar Cookies and other site data.
3. Smelltu á See all cookies and site data. Smelltu á Remove all.
Það gæti líka verið að búið að sé að loka fyrir streymið af AdBlock viðbót, VPN, eða öðru.
Prófaðu að slökkva á slíkum þjónustum, prófa annan vafra, eða annað tæki.
Streymið höktir eða frýs
1. Athugaðu nettenginguna þína. Endurræstu ráter og ljósleiðarabox.
2. Ef þú ert í vafra prófaðu að lækka gæðin.
3. Ef þetta virkaði ekki - hreinsaðu vafrakökur og endurræstu síðuna (refresh).
4. Hægt er að spóla til baka um 10 sekúndur og þá spilast straumurinn hnökralaust í hæstu gæðum
Vafrinn minn er búinn að loka fyrir streymið
Prófaðu að slökkva á AdBlocker viðbót, vírusvörn, eða náðu þér í uppfærslu á vafrann.
Ef það virkar ekki þarftu að nota annan vafra.
Ég sé mynd en ekkert hljóð
1. Gakktu úr skugga um að streymið sé ekki á Mute.
2. Athugaðu hljóðstillingar í tölvunni, prófaðu að hækka.
3. Bluetooth stillingar - eru tengd heyrnatól?
4. Prófaðu að fara út úr viðburðinum og aftur inn.