MatarKlipp er klippikort sem þú kaupir í Nova Appinu. Þú færð fjórar máltíðir fyrir 7.990 kr. sem þú getur nýtt á allskonar veitingastöðum.
MatarKlipp virkar þannig að þú ferð í Nova Appið og kaupir þér MatarKlipp. Klippið þitt fer svo í Vasann í Nova Appinu. Þegar þú ferð út að borða þá gleypirðu í þig girnilega rétti á frábærum díl og lætur svo skanna MatarKlippið þegar þú ferð að borga.
Þú sérð svo alltaf hvað þú átt mörg klipp eftir á forsíðunni í appinu. Einfalt, ekki flókið!
MatarKlipp er einungis í boði fyrir þau sem eru hjá Nova - svo það borgar sig svo sannarlega að vera með á Stærsta skemmtistað í heimi!