Ef þú vilt kaupa þér streymismiða og horfa á viðburð á NovaTV gerir þú eftirfarandi:
- Þú kaupir miða á viðburð á Tix.is og passar að síðan sé stillt á ensku.
- Á Tix miðanum þínum er kóði sem gefur þér aðgang að streyminu á NovaTV.
- Þú horfir á tónleikana á live.novatv.is
- Til að byrja að horfa smellir þú á Nýskrá og staðfestir aðganginn þinn.
- Svo velur þú þinn viðburð á síðunni síðunni og smellir á Horfa.
- Þú setur inn kóðann á Tix miðanum þínum og staðfestir. Passaðu að skrá kóðann rétt inn, með bandstrikunum.
- Viðburðurinn er nú opinn og streymið hefst 30 mínútum áður.
- Streymið er svo aðgengilegt í 48 klukkustundir eftir að tónleikunum lýkur.