Auðvelt er að finna hversu mikið gagnamagn er eftir á Nova númerum.
Heppilegasta leiðin er í gegnum Nova appið!
Þú einfaldlega opnar appið, smellir á þjónustur í slánni neðst og þá sérðu yfirlit yfir þjónusturnar þínar. Veldu síðan númerið sem þú vilt skoða.
Þegar þar er komið sérðu skýrt hversu mikið gagnamagn er eftir af gagnapakkanum þínum.
Önnur leið er að skrá sig inn á Stólinn á nova.is með rafrænum skilríkjum, eða SMS auðkenningu.
Þar er góð yfirsýn yfir allar þínar þjónustur.