Ef svo óheppilega vill til að þú getir ekki nýtt þér miðann þinn á viðburð í NovaTV eða ef þú ert í innskráningarvandræðum þá eigum við til lausn!
Þú getur áframsent eða gefið miðann áfram á aðra kennitölu í Vasanum í Nova appinu.
Nauðsynlegt er að vera með nýjustu uppfærslu af Nova appinu í símanum (útgáfu 6.2.7)
Til að nálgast miðann þinn í Nova appinu þá gerum við eftirfarandi:
- Opnaðu Nova appið í snjallsímanum þínum, og skráðu þig inn ef þess er krafist.
- Smelltu á Vasinn efst í appinu.
- Smelltu á Miðar og veldu miðann á viðburðinn.
- Smelltu á Gefa miða áfram.
- Sláðu inn kennitölu þess sem á að fá miðann.
- Núna getur þessi heppni aðili náð sér í Nova appið, skráð sig inn og séð miðann í appinu hjá sér!