Hægt er að óska eftir frestun á greiðslu á AlltSaman pakka hjá Nova.
Fresturinn gildir í þrjá daga og skuldfært er á skráð greiðslukort að þeim tíma liðnum.
Dagsetningar fyrir greiðslutímabil haldast samt sem áður þær sömu, þ.e að næsta greiðsla er dregin af korti sama dag mánaðar og upphafleg greiðsla átti að berast.
Til að fresta greiðslu ferð þú inn á Stólinn á nova.is og smellir á AlltSaman pakkann þinn.
Þar smellir þú á Greiðslur og þá birtist Fresta greiðslu takki.
Hér sérðu nýja dagsetningu á greiðslunni.
Þegar þetta er klappað og klárt birtist þetta á þennan hátt í Stólnum.
Ef búið er að óska eftir fresti á greiðslu á AlltSaman pakka er ekki hægt að breyta greiðsludagsetningu.
Þ.e greiða þarf pakkann til að geta breytt dagsetningu á nýju tímabili.