Kastari frá Nova er nettur og öflugur Wi-Fi búnaður sem eykur þráðlausa nettengingu á heimilum. Hann hentar sérstaklega vel í stærri hús eða rými þar sem veggir eða önnur hindrun veikir Wi-Fi merkið.
Hvernig virkar kastari?
Kastarinn tengist við aðalráterinn á tvo vegu:
-
Með netsnúru (Ethernet): Gefur hraðasta og stöðugasta sambandið. Tengdu einfaldlega netsnúru milli ráters og kastara.
-
Þráðlaust (Wi-Fi): Þægileg lausn ef ekki er hægt að nota netsnúru. Hafðu kastarann í innan við 10 metra fjarlægð frá ráternum, helst án þykkra eða burðarveggja á milli.
Helstu kostir kastara:
-
Bætir Wi-Fi samband á heimilum og skrifstofum
-
Auðveldur í uppsetningu
-
Veitir trausta þráðlausa tengingu í stærri rýmum
Uppsetning og tengingar:
-
Tengdu kastara við rafmagn.
-
Tengdu netsnúru frá ráternum í kastarann (mælt með).
-
Ef þú tengir þráðlaust, tryggðu að kastarinn sé nálægt ráter og án hindrana.
-
Bíddu í um það bil 2 mínútur þar til ljós á kastaranum logar stöðugt (hvítt ljós).
Hvað þarf ég marga kastara?
Miðað er við eftirfarandi:
-
70–119 m² → 0–1 kastari
-
120–190 m² → 1–2 kastarar
-
191–230 m² → 2–3 kastarar
-
231–290 m² → 3–4 kastarar
Viðbótarupplýsingar:
Nánari leiðbeiningar með myndum er að finna í greininni „Hvernig tengi ég kastarann?“.