Með SjálfsVörn hjá Nova hefur öryggi heimilisins aldrei verið ódýrara og snjallara! Ekkert startgjald, uppsetning innifalin, enginn binditími, hágæða heimakerfi og heimilið beintengt við símann.
Við erum að tala um snjallt heimavarnarkerfi frá Ajax sem þú getur sniðið að þínu höfði.
En hvar á að byrja?
Við erum búin að taka saman nokkrar samsetningar hér eftir stærð húsnæðis sem er gott að byrja á, þú getur svo bætt við eða fækkað skynjurum og sniðið SjálfsVörnina þannig að hún smellpassi í þitt húsnæði.
Aðal vörurnar sem við mælum með að hafa eru reykskynjari, vatnsskynjari, hurðaskynjari, hreyfiskynjari með myndavél og svo auðvitað stjórnstöðin sem heldur utan um alla skynjarana og sendir helstu upplýsingar beint í Ajax appið til þín. Það eru líka fleiri vörur í boði eins og fjarstýring, lyklaborð, magnari fyrir stór hús, snjallhnappur og margt fleira.
Svo er allt þetta í Ajax appinu í símanum þínum og þú færð tilkynningu um leið og eitthvað óvenjulegt á sér stað á heimilinu þegar þú ert að heiman.
Þú getur að sjálfsögðu boðið allri fjölskyldunni í appið svo hver einasti fjölskyldumeðlimur getur tekið kerfið af og sett það á eftir hentisemi. Þegar þú ferð í frí getur þú líka gefið nágrannanum tímabundinn aðgang að kerfinu. Það er nefnilega allskonar hægt í Ajax appinu.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að það er barasta enginn stofnkostnaður, uppsetningin á kerfinu er innifalin og við kennum þér á appið svo þú verðir algjörlega sjálfbjarga með SjálfsVörn!