Þú byrjar á því að smella þér inná nova.is/sjalfsvorn.
Þar sérðu tvær mögulegar samsetningar af SjálfsVörn sem við mælum með sem góðum grunni fyrir mismunandi stærðir af heimili. Þú getur líka bara valið stjórnstöð og bara sett í körfuna þær græjur sem þú þarft! Veldu það sem þú telur henta þínu heimili best og smelltu á Leigja. Eftir að þú hefur skráð þig inn er hægt að fjölga eða fækka skynjurum. Til dæmis ef þú vilt hafa reykskynjara í öllum svefnherbergjum þá getur þú stillt þann fjölda sem þú telur þig þurfa. Þú getur meira að segja valið hvort þú vilt svarta eða hvíta skynjara.
Þegar þú hefur staðfest pöntunina þá heyrir sérfræðingur í þér næsta virka dag og finnur tíma til að mæta til þín og setja allt upp, uppsetningin er nefnilega innifalin fyrir þig. Ef þú varst óviss með fjölda skynjara sem þú pantaðir þá færðu líka ráðgjöf á staðnum svo að SjálfsVörnin smell passi fyrir þitt heimili.
Að lokum færð þú kennslu á Ajax appið og getur byrjað að fylgjast með heimilinu þegar þú ert fjarri. Þú byrjar að greiða fyrir SjálfsVörn frá og með þeim degi sem búnaðurinn er settur upp heima hjá þér og byrjaður að verja heimilið.