Í Ajax appinu sérðu yfirlit yfir alla skynjara sem eru hjá þér og getur stjórnað því hvenær er kveikt og slökkt á kerfinu. Þú færð tilkynningar beint í appið ef eitthvað óvænt gerist þegar þú ert að heiman, til að mynda sendir hreyfiskynjarinn tilkynningu ef hann nemur hreyfingu þegar kerfið er á, eða vatnsskynjarinn ef eitthvað fer að leka óvænt.
Í Ajax appinu getur þú meðal annars fylgst með ástandi allra tækja, séð stöðuna á batteríinu í hverju tæki fyrir sig og skoðað myndir úr myndavélunum þegar þær taka myndir. Þú getur líka bætt fjölskydunni inn í Ajax appið og stjórnað hvaða réttindi hver og einn er með, sett á næturstillingu ef einhver er heima en þú vilt að kerfið passi upp á að enginn komi óvelkominn inn á heimilið. Svo eru fleiri stillingar í boði fyrir lengra komna snjallöryggis nörda.
Við erum allskonar leiðbeiningar um stillingar í Ajax appinu hér og ef þú vilt fara í stillingar fyrir lengra komna þá er heill hafsjór af fróðleik á heimasíðu Ajax.