SjálfsVörn hjá Nova samanstendur af öryggisvörum frá Ajax. Ajax vörurnar hafa hlotið Grade 2 örygggisvottun, sem þýðir að kerfið stenst helstu nútíma öryggiskröfur. Það er til dæmis ekki hægt að slá út kerfinu ef rafmagn eða nettenging dettur út því Ajax stjórnstöðin er með 4.5G varaleið og getur keyrt á batteríi í 16 klukkustundir. Það er heldur ekki hægt að slá út öryggiskerfinu með tólum sem bjóða upp á að rugla í netmerkið hjá þér, vegna þess að Ajax vörurnar tala saman á sínu eigin samskiptalagi. Einnig er myndavélin ekki í stöðugu streymi, heldur tekur hún kyrrmyndir og sendir beint í appið aðeins þegar kerfið er á verði og hreyfing á sér stað.