Allur búnaðurinn í SjálfsVörn gengur fyrir rafhlöðum og í Ajax appinu geturðu fylgst með hversu mikið af rafhlöðunni er eftir. Þú færð líka tilkynningu þegar rafhlaðan er að klárast, en að jafnaði er rafhlöðuendingin 4 ár á öllum vörum frá Ajax. Í langflestum tilfellum getur þú skipt um rafhlöðurnar upp á eigin spýtur.
Hér finnur þú lista yfir rafhlöðutegundir sem fara í hverja græju.
Í Ajax Hub 2 stjórnstöðinni og Rex magnaranum eru endurhlaðanlegar rafhlöður svo þú þarft ekki að skipta um þær. Tækin eru beintengd við rafmagn, svo ef rafmagnið fer af þá skipta tækin yfir á rafhlöðuna sem endist í 16 klukkustundir. Um leið og rafmagnið fer aftur á þá hlaða tækin rafhlöðuna aftur að fullu. Þú færð að sjálfsögðu tilkynningu í Ajax appið ef að rafmagnið dettur út.