Það er að sjálfsögðu hægt að vera með SjálfsVörn án þess að vera með snjallsíma. Þá eru ýmsar vörur í boði. Þú getur verið með lyklaborðið frá Ajax uppi á vegg heima hjá þér og slegið inn númer eins og í gamla daga. Einnig getum við parað aðgangskort við lyklaborðið sem þú getur svo verið með í veskinu, eða flögu sem þú getur sett á lyklakippuna. Svo getur þú verið með Ajax hnappinn og falið á vísum stað á heimilinu sem slekkur á kerfinu þegar þú ýtir á hann. Við eigum ráð undir rifi hverju!