Við erum búin að taka saman nokkrar samsetningar hér eftir stærð húsnæðis sem er gott að byrja á. Þú getur bætt við eða fækkað skynjurum og sniðið SjálfsVörnina þannig að hún smellpassi í þitt húsnæði. Til þess að vita upp á hár hvernig samsetningu af vörum þú þarft á þitt heimili er gott að miða við atriði eins og stærð heimilis, fjölda innganga og fjöldi hæða.
Þegar þú hefur staðfest pöntunina færðu heimsókn frá sérfræðingi sem setur upp kerfið. Ef þú varst óviss með fjölda skynjara sem þú pantaðir þá færðu líka ráðgjöf á staðnum svo að SjálfsVörnin smellpassi fyrir þitt heimili.
Til að byrja með er gott að vita hvað hver vara gerir svo það sé auðveldara að byrja:
Ajax Stjórnstöð
Ajax Hub 2 stjórnstöðin er hjartað í öryggiskerfinu. Ef þú færð þér SjálfsVörn þá þarftu alltaf stjórnstöðina.
Stjórnstöðin er tengd við Ajax appið í símanum þínum þar sem þú getur sett inn allar stillingar
og talað við öll hin tækin. Stjórnstöðin er með 4.5G varaleið ef nettenginin rofnar og gengur fyrir batteríi í 16 klst ef rafmagni slær út
Reykskynjari
Reyksynjarinn fer í gang ef hitastigið er ákveðið hátt í rýminu og kemur með innbyggðri sírenu. Þú getur ákveðið hvort hann nemi reyk eða gufu. Það er mælt með að hafa reykskynjara í eldhúsi, stofu, bílskúr, og jafnvel í svefnherbergjum ef raftæki eru þar.
Hurðaskynjari
Þetta eru tveir nemar sem liggja hlið við hlið á hurðakarminum sem að láta vita ef hurð er opnuð þegar kerfið er á. Það er mælt með að hafa þennan skynjara á útidyrahurðum, svalahurðum eða öðrum inngöngum inná heimilið.
Hreyfiskynjari með myndavél
Hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu þegar öryggiskerfið er á og myndavélin tekur mynd á örskotsstundu. Myndavélin tekur þrjár kyrrmyndir og sendir beint í appið í símanum þínum. Það er gott að staðsetja hreyfiskynjarann við innganga eða í stórum rýmum.
Innisírena
Sírena fer í gagn ef innbrot er og hefur fælingarmátt. Með innisírenunni getur þú stillt hversu hátt þú vilt hafa hljóðið í henni, hvort hún sé í gangi á nóttunni eða ekki, ásamt því að geta stillt hversu lengi sírena er í gangi hverju sinni.
Vatnsnemi
Vatnsnemann staðsetur þú á gólfi og hann gefur þér tilkynningu um leið og hann nemur leka. Vatnsneminn er vatnsheldur og mælir einnig hitastig. Tilvalinn í eldhúsið hjá uppþvottavél, þvottahúsið, eða bara hvar sem vatn gæti lekið.
Lyklaborð
Tilvalið ef einhver á heimilinu er ekki með snjallsíma eða aðgang að appinu. Hér getur þú verið með kort eða annan búnað sem getur kveikt eða slökkt á kerfinu á staðnum.
Fjarstýring
Fjarstýringin er með fjórum hnöppum sem hægt er að nota til að kveikja á kerfinu, eða taka af. Einnig er innbyggður neyðarhnappur sem sendir neyðarboð á aðra notendur á þínu kerfi. Síðasti hnappurinn kveikir eða slekkur á næturstillingu kerfisins.
Ajax Rex 2 magnari
Ef heimilið þitt er stórt, á nokkrum hæðum eða með þykkum steyptum veggjum þá gæti verið nauðsynlegt að vera með Ajax magnara til að stjórnstöðin nái örugglega að vera í góðu sambandi við öll tækin á heimilinu.