VoWiFi er í boði í allflestum Samsung símum sem eru enn í reglulegum uppfærslum.
Það er einnig í boði í öllum iPhone símum frá Apple sem eru iPhone 8 eða nýrri og eru með iOS 16 eða nýrri uppfærslu.
Þú þarft bara að vera með símann skráðan inn á WiFi til að geta hafist handa!
Það þýðir að ef síminn þinn er ennþá að fá nýjar uppfærslur þá ættir þú að geta uppfært símann í dag og fengið VoWiFi valmöguleikann í tækið!