Ajax öryggiskerfið er oft sett upp á heimilum þar sem dýr eru hluti af fjölskyldunni. Kettir, hundar og önnur dýr fá yfirleitt ekki að fara með heimilisfólkinu í vinnu á morgnana og þurfa því oftast að finna sér eitthvað að gera yfir daginn. Þess vegna er mikilvægt að stilla SjálfsVörnina rétt, svo að Snati setji nú kerfið ekki í gang þegar hann fær sér hádegismatinn, eða að kötturinn geri ekki allt snælduvitlaust þegar hann stekkur upp í sófann.
Hreyfiskynjarinn frá Ajax, sem er mikilvægur hlekkur í SjálfsVörninni hjá Nova er nefnilega afar snjall og kann að greina á milli manneskju og dýrs. Þetta er gert með tækni sem við ætlum ekkert að fara neitt rosalega djúpt í að útskýra, en í stuttu máli gengur hún út á það að hreyfiskynjarinn nemur stærð, þyngd og hitamynstur hlutarins sem er á hreyfingu og metur á örskotsstundu hvort um sé að ræða gæludýr heimilisins eða óboðinn gest. Einnig er um 50cm svæði frá gólfi þar sem skynjarinn er viljandi ekki eins næmur, svo dýr geta ferðast ferða sinna inni á heimilinu.
Þú getur því skilið dýrin eftir heima og kveikt á SjálfsVörninni á morgnanna og heimilið verður í öruggum höndum á meðan!