Nú getur þú valið uppáhalds 2F1 staðinn þinn í Nova appinu og boðið vinum þínum í Break. Finndu þér 2F1 tilboð sem þú vilt nýta þér, búðu til Break í gegnum tilboðið í appinu og bjóddu vinum þínum með þér út að borða eða út að leika!
En bíddu, hvað er Break?
Break er app þar sem þú býrð til óvænta eða skipulagða hittinga á skemmtilegan og auðveldan hátt. Þegar þú býrð til Break þá geturðu t.d. boðið fólki í amælið þitt, planað að fara út að borða, eða bara safnað saman fólki til að gera eitthvað skemmtilegt. Þegar þú hefur búið til Break og boðið vinum þínum þá getið þið spjallað saman, planað og peppað! Skoðaðu hvað vinir þínir eru að gera og taktu þátt í hittingunum þeirra.
Break er frábært til að safna saman vinum og skipuleggja eitthvað skemmtilegt. Sumarið er tíminn til að hlaða stóru rafhlöðuna, hitta vini, njóta í náttúrinni og taka almennilegt Break!
Smelltu þér í Nova appið, nældu þér í 2F1 tilboð og búðu til þitt fyrsta Break!
1. Opnaðu Nova appið í símanum þínum og leitaðu að 2F1 tilboðum.
2. Veldu 2F1 tilboð sem þér líst vel á!
3. Smelltu á "Bjóða memm" hnappinn í appinu!
4.Bjóddu vinum þínum með þér að leika ykkur, næra ykkur eða ögra ykkur og smelltu svo á "Invite" Þú getur líka sent skilaboð og haldið utan um myndir og myndbönd með því að ýta á plúsinn neðst hægra megin.
5. Ef vinir þínir eru ekki ennþá búnir að sækja Break appið þá getur þú sent þeim link - og sagt þeim að drífia sig í að sækja appið ekki seinna en í dag!