SmartTag er frábært tæki til að auðvelda þér að finna allskonar hluti. Þú einfaldlega festir það á einhvern hlut og getur fundið hann í allt að 120m fjarlægð.
Rafhlaðan dugar í allt að 300 daga og er einfalt að skipta um ef hún klárast.
SmartTag notar Bluetooth (BLE) tækni fyrir staðsetningu, en SmartTag+ notar Bluetooth og ultra-wideband (UWB) tækni til að auðvelda leitina en frekar.
SmartTag er samhæft með Samsung Galaxy snjallsímum og spjaldtölvum með Andriod 8.0 eða nýrra.
Ef SmartTag er staðsett utan 120m svæðisins er ennþá möguleiki á að finna það með Galaxy Find, sem notar önnur Samsung tæki til að hjálpa við leitina.
Síminn leiðir þig að SmartTag og sýnir staðsetningu þess, en það er einnig hægt að láta SmartTag gefa frá sér hljóð til að auðvelda leitina.
Það er svo en auðveldara að finna hlutinn með SmartTag+ en með hjálp UWB tækninnar notar síminn myndavélina og beinir þér nákvæmlega að þeim stað sem SmarTag er staðsett.
Það er hnappur á SmartTag, sem gerir þér kleift að stjórna hinum ýmsu SmartThings tækjum á heimilinu t.d. kveikja á ljósunum þegar þú ert að koma heim, en hann getur einnig látið símann þinn hringja ef þú finnur hann ekki.