Google Wallet er nú í boði á Íslandi og hefur Íslandsbanki opnað fyrir sín kort í appinu.
Búast má við að aðrir bankar fylgi á eftir á næstu vikum.
Notendur Samsung og annara Android síma geta því loksins borgað með bæði símanum og úrinu í næstu verslun.
1. Opnaðu Play Store
2. Leitaðu að Google Wallet eða Google Veski
3. Smelltu á Setja upp/Install
4. Opnaðu appið
5. Smelltu á Add a card
6. Bættu greiðslukortinu inn í appið og fylgdu leiðbeiningum á skjánum
7. Smelltu á ''Save'' og farðu yfir skilmálana
8. Staðfesta þarf greiðslukortið með SMS kóða sem berst frá bankanum
Google Wallet biður um að vera aðal greiðslumáti tækisins þegar greitt er snertilaust. Hafi kortaapp frá banka verið notað áður verður því skipt út fyrir Google Wallet og munu þá allar greiðslur fara í gegnum það.