3CX tölvusíminn er auðveldur í uppsetningu og býður upp á alla helstu möguleika til að eiga samskipti við vinnufélagana og viðskiptavinina á einfaldan hátt. Í tölvusímanum geturðu hringt og svarað símtölum, séð viðveru vinnufélagana, haldið fjarfundi, stillt eigin viðveru, áframsent símtöl og svo margt fleira. Fylgdu skrefunum hér fyrir neðan og byrjaðu að nota 3CX tölvusímann.
Innskráning
- Finndu Vefþjónninn þinn í tölvupóstinum
- Smelltu á webclient hlekkinn sem lítur svona út: https://fyrirtæki.3cxhysing.sip.is/webclient
- Skráðu þig inn með notendanafni og lykilorði úr tölvupóstinum
Náðu í forritið
- Smelltu á Windows eða Apple merkið á vinstri stikunni fyrir neðan prófíl myndina
- Smelltu á "Install" hnappinn á sprettiglugganum
- Þegar forritið er uppsett á tölvunni smellirðu á "Provision" hnappinn
Þú ert nú kominn í samband við 3CX hjá Nova.