Undir routernum ætti að standa reset og þar við hliðina á því ætti að vera lítil og mjó hola þar sem hægt er að stinga einhverju litlu inn. Þú getur t.d. tekið tannstöngul, eða eitthvað sem er nógu mjótt. þú stingur tannstönglinum inn í holuna og heldur í nokkrar sekúndur þangað til þú sérð ljósin blikka á routernum.
Þá ertu búin að grunnstilla 5G routerinn þinn!
Þegar þú grunnstillir 5G routerinn þinn þá eyðast allar stillingar sem þú hefur breytt út og hann verður aftur eins og glænýr! Þannig að ef þú varst búin að breyta Nafninu á netinu (SSID) eða Wi-Fi passwordinu þínu og grunnstillir routerinn þinn þá breytist það aftur í upprunalega nafnið/passwordið sem er undir routernum!