Þegar ráter er farinn að slappast og missa samband eða gefa lítinn hraða er oft hægt að grunnstilla/reset á ráternum til að fá hann aftur í upprunalegt ástand.
Aftan á ráter er lítið gat og þar stendur reset fyrir ofan.
Inni í gatinu er takki. Til þess að grunnstilla skal halda þessum takka inni, t.d með tannstöngli eða hárspennu þangað till öll ljós á ráter slökkna (nema power ljósið).
Ráter tekur þá nokkra stund til að grunnstilla sig og sækja uppfærslur, 3-5 mínútur.