Ástæður til að skoða front á ljósleiðaraboxi geta verið eftirfarandi:
Ef Link ljósið er slökkt eða Gagnaljósið blikkar.
Ef þú þarft að nálgast upplýsingar til að staðsetja ljósleiðarann þinn.
Ef það þarf að eiga við frontinn á ljósleiðaraboxinu eru ýmsir hlutir sem þú þarft að hafa í huga.
Það þarf að fara rosalega varlega þegar kemur að frontinum til þess að skemma ekkert en þetta er rosalega viðkvæmt.
Það á ekki að eiga við frontinn að ástæðulausu, endilega hentu á okkur línu á spjallinu á nova.is ef þú telur að það þurfi að eiga við frontinn og við græjum þetta með þér.
Ljósleiðarinn gefur út tvær útgáfur af ljósleiðaraboxum. Smelltu á boxið sem þú ert með til að fá réttar upplýsingar!
GENEXIS FIBERTWIST LJÓSLEIÐARABOXIÐ:
Leysa/Festa Frontinn:
Festingin á Fibertwist boxinu er leyst með því að halda inni takka á hægri hliðinni og snúa til vinstri.
Prófaðu endilega að losa boxið með því að ýta á takkan og snúa til vinstri
Síðan máttu prófa að festa en þá snýrðu einfaldlega til hægri.
Finna MAC addressu:
Við gætum þurft að staðsetja boxið í kerfum Ljósleiðarans en þá þurfum við MAC address.
MAC addressuna er stundum hægt að finna einfaldlega framan á boxinu, En ef hún er ekki merkt framan á boxinu losum við boxið eins og útskýrt er betur hér að ofan.
Síðan lesum við aftan á frontinn sem losnaði, en þar ætti standa MAC: XX:XX:XX:XX:XX
GENEXIS LJÓSLEIÐARABOXIÐ:
Laus frontur:
Byrjaðu á því að leggja lófann varlega, flatan, framan á ljósleiðaraboxið og ýttu þéttingsdast í átt að veggnum til þess að sjá hvort boxið smelli saman. Frontur þarf að vera fastur og liggja rétt á boxinu.
Þú ættir að finna smell þegar fronturinn kemst í læsingarstöðu.
Finna MAC addressu:
MAC addressuna gætum við þurft að fá til að staðsetja boxið í kerfum Ljósleiðarans. Til að finna MAC á ljósleiðaraboxinu losum við boxið. Síðan lesum við aftan á frontinn sem losnaði, en þar ætti standa MAC: XX:XX:XX:XX:XX
Hér sérðu hvernig þú losar boxið, mikilvægt er að nota mjúkar hreyfingar svo boxið skemmist ekki. Þú leggur aðra höndina við innri partinn svo veggfestingin losni ekki með frontinum. Tekur utanum neðri partinn á frontinum og dregur upp á móti þér. Þá ætti boxið að losna eins og sést á myndinni hér að neðan.