HoppKlipp er klippikort sem þú kaupir í Nova Appinu. Þú færð fimm 15 mínútna dagspassa fyrir 1.990 kr. sem gerir 398 kr. fyrir hvern dagspassa. Ekkert startgjald!
HoppKlipp virkar þannig að þú ferð í Nova Appið og kaupir þér HoppKlipp. Klippið þitt fer svo í Veskið í Nova Appinu. Þegar þú ætlar að hoppa af stað velur þú "Nota í Hopp-appinu" sem færir þig þá yfir í Hopp appið. Þar getur þú leigt hjól og valið að nota 15 mínútna dagspassann sem greiðsluleið fyrir ferðina.
Dagspassi sem hefur verið virkjaður í Hopp appinu gildir í 24 klst. Þú getur nýtt 15 mínúturnar í eina 15 mínútna ferð eða nokkrar styttri. Þú greiðir ekkert startgjald.
Þegar þú hefur klárað HoppKlipp dagspassana getur þú á einfaldan hátt fyllt á Klippið í Nova appinu.
Spurningar og svör
Hvernig kaupi ég HoppKlipp?
Þú kaupir HoppKlipp í Nova appinu
Hvernig nota ég HoppKlipp?
Eftir að hafa keypt HoppKlipp birtist það í Veskinu í Nova appinu. Þú opnar HoppKlippið og færð þar upp takkann Nota í Hopp-appinu. Þaðan færist þú yfir í Hopp appið og getur byrjað að hoppa á milli staða með Klippinu þínu!
Hvenær virkjast dagspassinn?
HoppKlipp dagspassi virkjast þegar þú hoppar fyrstu ferðina með HoppKlipp
Hvað gildir hver dagspassi lengi?
Hver dagspassi gildir í 24 klst. eftir fyrstu ferð.
Hvað gildir hver dagspassi lengi?
Hver dagspassi gildir í 15 mínútur sem hægt er að skipta í nokkrar stuttar ferðir eða eina lengri 15 mínútna ferð.
Hvað gerist ef ég nota ekki allar 15 mínúturnar af dagspassanum?
Hver dagspassi gildir í 24 klst sem þýðir að þú getur farið nokkrar stuttar ferðir eða eina langa 15 mínútna ferð innan þess tíma. Þú greiðir ekkert startgjald!
Hvað gerist ef ég fer fram yfir 15 mínúturnar?
Þegar dagspassi klárast rukkast umfram mínútur af greiðslukorti sem þú hefur sett inn í Hopp appið. Þú getur alltaf séð hvað þú átt margar mínútur eftir af HoppKlippinu þínu inni í Hopp appinu. Farirðu fram yfir 15 mínútur getur þú því annað hvort hoppað áfram á Hopp verði eða virkjað næsta dagspassa í Nova appinu.
Get ég sent dagspassa á vini og vandamenn?
Já! Í Nova appinu er einfalt að gleðja. Þú getur gefið dagspassa áfram á vini og fjölskyldu og leyft þeim að njóta þess að Hoppa!
Á hvaða dögum get ég nýtt mér Hopp passann?
Alla daga, allan sólarhringinn!
Get ég tekið Hopp hvar sem er á landinu með HoppKlipp?
Enn sem komið er er þjónustusvæði Hopp í Reykjavík það sem er innifaliðmeð FarSíma. Vonandi bætast við fleiri þjónustusvæði fyrr en síðar!
Ef ég lendi í vandræðum með Hopp passann, tala ég við Nova eða Hopp?
Þá talar þú við Nova og við finnum út úr þessu saman!
Hvar sé ég hvað ég á margar mínútur eftir af dagspassanum?
Í Wallet í Hopp appinu
Hvar sé ég hvað ég á marga dagspassa eftir af HoppKlippinu?
Í Veskinu í Nova appinu sérðu hvað þú átt marga dagspassa eftir af HoppKlippinu.