Allt gagnamagn er talið á 4G nettengingum. Það þýðir að bæði upp og niðurhal er talið, s.s. vefráp, myndstreymi og afritun gagna inn á Dropbox.
Við látum þig vita þegar lítið er eftir af inniföldu mánaðarlegu magni eða af þínum frelsispakka svo þú getir brugðist við.
Þú þarft samt ekki að hafa neinar áhyggjur! Þú færist sjálfkrafa í ótakmarkað net ef þú klárar pakkann þinn í áskrift. Ef þú vilt breyta aftur gerir þú það í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is, athugaðu að sú breyting gildir frá og með næstu mánaðamótum. Einnig getur þú líka fylgst með notkun og gagnamagni þar.
Ef þú lendir í vandræðum getur þú haft samband við okkur á Netspjallinu.