Komdu með gamla símann, snjallúrið, spjaldtölvuna eða tölvuna í næstu verslun okkar. Við metum tækin og þú færð inneign hjá Nova.
Það skiptir engu máli hvaða ástandi tækið er í, við komum því í vænt og grænt ferli þar sem þú og jörðin græðið.
Við tökum við öllum farsímum, spjaldtölvum, snjallúrum og tölvum í endurgræðslu, en við getum bara gefið inneignarnótur fyrir fartölvum og iMac borðtölvum. Þú græðir, jörðin græðir, allir græða!
Ástæðan fyrir því er einföld - þeir í Replace Group geta ekki borgað fyrir það sem þeir vita ekki hvað er, þar sem það er einstaklega auðvelt að skipta út og breyta móðurborðum, innra minni, hljóðkortum og öllu mögulegu inní þessum turnum.
Þjónustuaðili Nova sér um að koma tækjum í endurgræðslu. Hann hefur fjölmargar vottanir og fylgir allskonar pottþéttum stöðlum til að gera ferlið sem vænast og grænast. Sjá: Foxway.
Þú getur smellt þér inn á Endurgræddu og svarað nokkrum laufléttum spurningum um tækið, þannig getur þú áætlað hvers virði það er.
Tekið er mið af markaði á endursölutækjum, varahlutum í gömul tæki o.fl. Þessi verð breytast dag frá degi svo við notum alltaf nýjustu upplýsingar sem völ er á til að þú fáir sanngjarnt verð fyrir þitt tæki.
Ef að gamla græjan er verðlaus komum við henni auðvitað til skila fyrir þig í endurvinnslu. Það skiptir engu máli hvaða ástandi tækið er í, við komum því í vænt og grænt ferli þar sem þú og jörðin græðið.
Áður en þú Endurgræðir
Þú þarft að geta tekið af allar læsingar af tækinu, því annars lækkar matsvirðið verulega. Öllum tækjum er flett upp í gagnagrunni til að tryggja að ekki sé um stolið tæki að ræða. Einnig þarf auðvitað að passa að slökkva á Find my iPhone, Mobile eða Device og öllu því.
Svo mælum við með að takta afrit af öllum gögnum áður en þú kemur með tækið. Við getum auðvitað líka aðstoðað þig þegar þú mætir. Þegar tækið fer í endurgræðslu er það endurstillt og öllum gögnum eytt. Ef ekki er hægt að kveikja á tækinu til að að eyða gögnum sér þjónustuaðili Nova um að eyða þeim.