Nova heldur úti glæsilegri vefverslun á nova.is
Þú getur verslað nánast hvaða græju sem er í boði í verslunum Nova í gegnum vefverslunina og þú getur valið um að fá sent heim að dyrum eða sækja í verslun okkar í Lágmúla 9. Auk þess er hægt að fá vöruna senda í póstbox eða sækja hana á afhendingarstað Dropp. Allskonar möguleikar í boði fyrir þig!
Þú getur líka keypt vöru með greiðsludreifingu í gegnum vefverslun með kreditkorti!
Þegar pöntun er gerð í gegnum vefverslun þarftu að gefa upp símanúmer og netfang. Á þessar tengiliðsupplýsingar sendum við allar upplýsingar um pöntunina þína, t.a.m pöntunarnúmer - sem er afar mikilvægt í öllum samskiptum við okkur vegna kaupanna. Þessar upplýsingar eru sendar strax þegar kaupin eru kláruð
Næsta skref er misjafnt eftir því hvort valið er að sækja vöru til okkar í Lágmúla 9, eða valið að fá sent heim að dyrum.
Ef þú velur að sækja vöruna til okkar þá færðu SMS þegar varan er tilbúin til afhendingar, svo við mælum með að athuga opnunartímana áður en þú gerir þér fýluferð til okkar af spenningi yfir nýju græjunni!
Ef þú velur heimsendingu þá færðu staðfestingu frá okkur þegar við afhendum Póstinum vöruna - svo tekur Pósturinn við upplýsingasamskiptum og lætur þig vita þegar styttist í að varan lendi hjá þér!
Ef póstsending er valin þá er miðað við 1-2 virka daga þar til sendingin er tilbúin til afhendingar hjá Póstinum, en utan höfuðborgarsvæðisins er miðað við 2-4 virka daga.
Á álagstímum getur biðin lengst örlítið.
Dropp er ný sendingar- og afhendingarþjónusta sem auðveldar viðskiptavinum að sækja sínar sendingar þegar þeim hentar, þangað sem þeim hentar.
Hægt er að velja um ýmsar staðsetningar á höfuðborgarsvæðinu og í nágreni.
Dropp lofar öllum sendingum tilbúnum til afhendingar samdægurs eftir að varan er sótt til okkar.
Ef þú ert með spurningar heyrðu þá endilega í okkur á netspjallinu og við græjum þetta saman!