Verna býður upp á tryggingar fyrir farsíma með lágri sjálfsábyrgð og víðtækri tryggingavernd.
- Verna sér um bótaskyldu trygginga.
- Ef tækið þitt er tryggt hjá Verna og verður fyrir tjóni þarf að byrja á því að tilkynna tjónið hjá Verna hér, í tjónaskýrslunni kemur svo fram hvert á að fara með símann í viðgerð.
- Ef þú ert ekki viss hvort þú sért með tryggingu getur þú auðveldlega komist að því með því að setja kennitöluna þína inn hér.
- Frekari upplýsingar og verðskrá má finna á vefsíðu Verna.