Byrjaðu á því að opna NOVA appið í símanum þínum til að tryggja að allar stillingar séu réttar fyrir símanúmerið þitt þegar þú ert á ferðalagi. Þú þarft að ganga úr skugga um að þú sért með "notkun erlendis" virkt. Þú getur líka sent okkur línu í netspjallinu á nova.is og við leysum þetta saman!
Opnaðu NOVA appið í snjallsímanum þínum:
Farðu í Þjónustur – Farsími – Veldu rétt símanúmer – Stillingar.
Þú þarft að hafa Notkun erlendis, Net í útlöndum og SMS tilkynning kveikt. Ef þú ert í AlltSaman pakkanum þarftu einnig að hafa Leyfa aukakostnað virkt í appinu.
Ef númerið þitt er óskráð (ekki skráð á kennitölu) virkar það ekki erlendis. Þá þarftu að hafa samband við okkur í netspjallinu og skrá númerið þitt á kennitölu svo það virki erlendis.
Smelltu á stýrikerfið sem þú ert með til að fara yfir stillingarnar:
Vandamál erlendis – iPhone
- Kveikja á farsímagögnum
Farðu í Stillingar – Farsímagögn – kveiktu á farsímagögnum. Þú getur líka dregið gluggann niður frá efra hægra horni og smellt á táknið svo það verði grænt.
2. Kveikja á gagnareiki (data roaming)
Stillingar:
Farðu í Stillingar – Farsímagögn – veldu númerið þitt (ef þú ert með eSIM), pikkaðu á Gagnareiki og vertu viss um að það sé virkt (grænt).
- Val á neti
Í sama glugga, veldu „Network selection“ og vertu viss um að „Automatic“ sé virkt og grænt. Ef síminn tengist ekki sjálfkrafa, getur hjálpað að slökkva á sjálfvirku vali og tengjast neti handvirkt.
4. Endurræstu símann
Þegar þú lendir erlendis er oft nauðsynlegt að endurræsa símann. Slökktu á flugstillingu, vertu með farsímagögn, gagnareiki og sjálfvirkt val virkt og endurræstu tækið.
Ef síminn tengist enn ekki neti, hafðu samband við okkur í netspjallinu og við hjálpum þér!
Vandamál erlendis – Samsung/Android
- Kveikja á farsímagögnum
Farðu í Stillingar – Tengingar – Gagnanotkun – Farsímagögn (kveikja á).
- Kveikja á gagnareiki
Farðu í Stillingar – Tengingar – Farsímanet – Gagnareiki (kveikja á).
3. Automatic carrier
Farðu í settings - connections - mobile networks - network operator og kveiktu á sjálfivrku vali. Ef síminn tengist ekki sjálfkrafa getur þurft að slökkva á sjálfvirku vali og velja net handvirkt.
Ef þú ert erlendis gætirðu þurft að endurræsa símann núna með flugstillingu af. Gakktu úr skugga um að farsímagögn, gagnareiki og sjálfvirkt val sé virkt áður en þú endurræsir.
Ef ekkert af ofangreindu virkar skaltu hringja í okkur í síma 519 1919 eða hafa samband við okkur í netspjallinu á nova.is!