Hvernig vistar maður nýtt greiðslukort á stólnum?
Til þess að vista nýtt greiðslukort á stólnum þá er best að fara inn á Nova.is og þegar að þú ert komin þangað inn op,nar þú stólinn þar sem sýnt er á myndinni hér fyrir neðan.
Þegar að þú ert búinn að skrá þig inn á stólinn með rafrænum skilríkjum þá velur þú "Stillingar" valmöguleikann vinstra meginn á skjánum.
Þar inni velur þú svo greiðslukort
Að lokum velur þú að "Bæta við nýju korti".
Og þegar að þú ert búinn að setja inn kortaupplýsingarnar þá ýtir þú bara á vista og þá ertu búinn að skrá nýtt greiðslukort á kennitöluna þína.
Ef að þú skildir lenda í brasi við þessa breytingu þá getur þú alltaf heyrt í okkur á netspjallinu inni á Nova.is eða hringt í okkur í síma 519-1919 milli 9 og 5 alla virka daga!