Var gamla greiðslukortið að renna út og þú fékkst nýtt?
Það er einfalt að breyta um greiðslukort, þú barasta ferð í Stólinn, smellir á Frelsisnúmerið þitt með áfyllingunni og velur Notkun.
Þar undir er stika sem heitir Sjálfvirkar áfyllingar. Hún segir til um það hvort sjálfvirk áfylling sé á númerinu. Smelltu á punktana þrjá hægra megin á stikunni til að fara í stillingar fyrir áfyllinguna. Þar smellirðu á Greiðslumáti.
Þar getur þú bætt við eða breytt kortaupplýsingunum þínum.
Annars er ekkert mál að heyra í okkur á Netspjallinu og við klárum málið saman.