Hvað er Auðkennisappið?
Auðkennisappið eru rafræn skilríki í App formi sem hægt er að nota til innskráningar á algengum síðum og til undirritunar rafrænt. Til þess að geta notað Auðkennisappið þarft þú að hafa snjalltæki og internet tengingu.
Hvernig setjum við Auðkennisappið upp?
Það eru tvær leiðir til að setja upp auðkennisappið, sú fyrsta er að fara á skráningarstöð Auðkennis sem er í Katrínartúni 4, 105 Reykjavik og þar er farið með vv i gegnum öll skrefin sem þarf.
ATH. PASSA AÐ VERA MEÐ GILT VEGABRÉF MEÐ SÉR
Auðkennisappið með sjálfsafgreiðslu
1. Sæktu Auðkennisappið
• iPhone: Opnaðu App Store, leitaðu að “Auðkennisappið” og ýttu á “Setja upp”.
• Android: Opnaðu Google Play Store, leitaðu að “Auðkennisappið” og ýttu á “Setja upp”.
2. Skráðu Þig inn og Virkjaðu Appið
3. Mynd af vegabréfinu
4. Skannaðu vegabréfið með afturhluta símans
4. Andlitsgreining
5. Veldu PIN Númer
- Veldu PIN1 notað til auðkenningar
- Veldu PIN2 notað til undirritunar
6. Undirrita umsóknina
7. Skráningu lokið
Hvernig virkar Auðkennisappið?
Auðkennisappið virkar þannig að það notar rafræn skilríki til að auðkenna þig á öruggan hátt á netinu. Þegar þú velur að nota rafræn skilríki til að skrá þig inn, færðu tilkynningu í appið á símanum þínum. Þú staðfestir með því að slá inn PIN-númer eða nota fingrafar/andlitsgreiningu. Þetta gerir þér kleift að auðkenna þig og undirrita skjöl rafrænt, án þess að vera háður SIM-korti, og þú getur haft appið virkt á mörgum tækjum samtímis.
Algengar spurningar og notkun á appinu
Hvað geri ég ef ég gleymi PIN-númerinu mínu?
- Ef PIN-númerið gleymist eða ef rangt PIN-númer er slegið inn oftar en fjórum sinnum þarftu að fá ný rafræn skilríki.
- Þú getur mögulega fengið ný rafræn í Auðkennisappið með sjálfsafgreiðslu ef ekki þá getur þú mætt á næstu skráningarstöð með leyfð persónuskilríki.
Ég kemst ekki á skráningarstöð, hvernig get ég fengið rafræn skilriki?
- Ef þú átt íslenskt vegabréf í gildi, hefur náð 18 ára aldri og snjalltæki með NFC stuðningi, þá getur þú fengið rafræn skilríki í Auðkennisappið með sjálfsafgreiðslu.
Hvað get ég gert ef ég næ ekki að setja Auðkennisappið upp?
- Þú getur athugað hvort það þurfi að uppfæra stýrikerfið í símanum þínum (e. software update). Það er alltaf best að vera með nýjustu útgáfuna.
- Einnig er hægt að athuga hvort þú sért með nýjustu útgáfu Auðkennisappsins.
Ég er með rafræn skilríki á SIM-korti (símanúmeri) afhverju ætti ég að fá mér Auðkennisappið?
Kostir þess að nota Auðkennisappið.
- Erlendis hefur appið yfirburði yfir skilríki á síma þar sem það er ekki háð reikisambandi (e. roaming).
- Hægt er að hafa skilríki á Auðkennisappinu og SIM-korti (símanúmeri) virkt á sama tæki á sama tíma.
- Hægt er að vera með Auðkennisappið uppsett á eins mörgum tækjum og þú vilt hverju sinni.
- Margir nýir símar eru einungis með eSIM sem er rafrænt SIM-kort og þá er ekki hægt að setja upp rafræn skilríki á SIM-korti.