Í þessari grein er farið yfir hvernig þú getur lokað á númer (sett í blocklist) í Samsung símum með Android stýrikerfi. Þetta getur hjálpað þér að forðast óæskileg símtöl eða skilaboð.
Skref 1: Opnaðu símtalaappið
-
Opnaðu símtalaappið (Phone app) á símanum þínum.
Skref 2: Farðu í valmyndina
-
Ýttu á þrjá punkta efst í hægra horninu og veldu „Stillingar“ (Settings).
Skref 3: Veldu „Númeralisti“ (Block numbers)
-
Finndu og smelltu á „Loka á númer“ (Block numbers).
Skref 4: Bættu við númeri
-
Settu inn númerið sem þú vilt loka á og smelltu svo á plústáknið (+) til að staðfesta.
Ráð og góðar venjur
-
Þú getur einnig lokað á númer beint úr símtalasögunni eða skilaboðum með því að smella á númerið og velja „Loka á númer“.
Frekari aðstoð
Ef vandamál koma upp eða ef þú þarft frekari upplýsingar, hafðu samband við þjónustuver Nova í síma 519-1919 eða á netspjallinu okkar.
Eftir að lokað hefur verið á númerið er hægt að fylgja sömu skrefum og smella á rauða mínusinn til að opna aftur á númerið.