Til að velja símkerfi handvirkt förum við í Stillingar - Tengingar - Farsímakerfi - Slökkvum á Velja sjálfkrafa - látum símann leita að kerfum og veljum loks kerfi.
Á Íslandi er kerfi valið sjálfkrafa án vandræða og þau eru læst.
Erlendis er oftar kergja í því að komast inn á kerfi og því þarf oft að handvelja símkerfi. Þá ekki að þurfa að velja eitt kerfi umfram annað, svo lengi sem þú kemst inn á kerfi.
Það ætti þó að vera best að hafa alltaf hakað í ''Velja Sjálfkrafa'' en þá velur síminn besta kerfið hverju sinni.
Ath - Ekki er hægt að breyta um kerfi á meðan símtal stendur yfir, þá rofnar símtalið.