Loftbelgurinn er frábært 4.5G loftnet ásamt Wifi boxi fyrir þá sem vilja ná sem bestu sambandi.
Þú staðsetur og festir Loftbelginn á hæsta punkt utan á heimili, sumarbústað eða þar sem þú kýst. Eina sem þarf að passa er að WiFi boxið tengist við rafmagn.
Loftbelgurinn þarf ekki að vera í beinni stefnu við sendi því loftnetið er 360°
Hér má sjá helstu aðgerðir til þess að halda Loftbelgnum í toppstandi!
Hvað segja ljósin mér?
Ljós á loftbelg, ekki router!
Grænt blikkandi = Loftbelgur er að ræsa sig.
Grænt ljós = Nær mjög góðu sambandi.
Blátt ljós = Nær ágætis sambandi.
Gult ljós = Nær veiku sambandi.
Gult blikkandi ljós = Ekkert samband eða er að leita að kerfi.
Rautt ljós = Loftbelgur nær ekki sambandi vegna tæknilegra örðugleika.
Gæti verið vandamál með stillingar, SIMkort, APN eða annað.
Rautt blikkandi ljós = Uppfærsla í gangi.
Ekkert ljós = Slökkt á loftbelg.
Breyta nafni og lykilorði á Loftbelg
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu user og lykilorðinu LTE@Endusr
Förum í "Network Setting" -> "Wireless" og getum þar breyt Wireless Network Name(SSID) og Pre-Shared Key sem er lykilorðið á Wi-Fi.
Muna að velja "Apply" til að vista.