Hreyfingalista fyrir viðskipti við Nova má nálgast á ýmsa vegu.
Fyrir einstaklinga í viðskiptum er einfaldast að skrá sig inn á Stólinn á nova.is með rafrænum skilríkjum.
Einnig er í boði að skrá sig inn í gegnum skráðan tölvupóst eða SMS kóða sem sendur er á símanúmer.
Þegar þar er komið inn sérð þú yfirlit yfir þínar þjónustur hjá Nova og á stikunni sem birtist er hreyfingalistinn aðgengilegur.
Hægt er að stilla hvaða tímabil er valið og hlaðið niður sem Excel skjal.
Einnig er hægt að hlaða niður stökum reikningum og kvittunum frá Nova sem gefnar eru út á kennitölunni.
Fyrir fyrirtæki í viðskiptum við Nova er best að skrá sig inn á Stólinn á nova.is með skráðu netfangi eða rafrænum skilríkjum á fyrirtækjakennitölunni.
Ef þú ert bókari eða endurskoðandi og þarft að fá aðgang að reikningum eða hreyfingalista fyrirtækis þarf að senda beiðni úr skráðu netfangi á hradleid@nova.is um að bæta þínu netfangi við sem tengilið.