Ef þú klórar þér einhverntíman í hausnum yfir reikningamálum þá er hér smá útskýring á því hvernig reikningamálum er háttað hjá Nova.
Þú finnur reikninga frá Nova í Stólnum á nova.is en reikningar Nova eru ekki birtir í rafrænum skjölum í netbanka. Þú getur valið um að fá reikning sendan í netbanka eða skuldfærðan af kreditkorti.
Þú bara ræður!
Í Stólnum getur þú séð allar upplýsingarnar um reikningana þína. Þar sérðu gjalddaga, eindaga og upphæð reiknings ásamt upplýsingum um hvaða reikningstímabil ræðir.
Myndin hér að neðan skýrir þetta vel. Hér eru reikningar birtir í Stólnum og þar sést að um er að ræða reikning vegna notkunar í desember með gjalddaga í lok janúar
Reikningatímabilið
Reikningatímabilið er frá fyrsta degi til síðasta dags hvers mánaðar. Reikningar eru myndaðir og sendir í netbanka um tveimur vikum fyrir gjalddaga, en það þýðir að þú færð júní reikninginn um miðjan júlí.
Um leið og reikningar eru myndaðir eru kreditkort rukkuð hjá þeim sem kjósa þann greiðslumáta. Ef ekki tekst að rukka kort, þá sendum við kröfu í heimabanka á kennitölu greiðanda.
Gjalddagar og eindagar
Gjalddagi reikninga er viku fyrir eindaga.
Eindagi á reikningum er alltaf annan virka dag í mánuði.
Eftir eindaga leggjast dráttarvextir ofan á reikning sem reiknaðir eru frá gjalddaga til greiðsludags.
Lokað er fyrir farsímaþjónustu 30 dögum eftir eindaga.
Þá ættir þú vonandi að vera aðeins nær því að skilja allt reikningastandið.