Samsung býður upp á þjónustu sem hjálpar þér við að finna símann þinn ef þú týnir honum, jafnvel þó svo að sé slökkt á honum
Byrja þarf að kveikja á þjónustunni í símtækinu sjálfu.
1. Dragðu fingur niður efst á skjánum til að birta gardínuna og smelltu á tannhjólið (stillingar).
2. Smelltu á Lífkenni og öryggi
3. Finna Símann minn
4. Kveikja
Einnig er gott að skoða og velja atriðin fyrir neðan sem þú vilt hafa kveikt á t.d. "Taka úr lás með fjartengingu" og "Fundið án nettengingar"
Til að finna símann ef hann hefur týnst ferðu á slóðina https://findmymobile.samsung.com/ og skráir þig inn
Hér er svo hægt að velja hina ýmsu valmöguleika
Ring - Síminn spilar hljóð/hringingu ef kveikt er á honum
Lock - Síminn læsir sér (Skjárinn, Samsung Pass, ekki er hægt að slökkva á símanum með takkanum á hliðinni)
Track location - Fáðu uppfærslu á 15 mínútna fresti hvar síminn er staðsettur
Erase data - Öllu efni er eytt úr símanum
Back up - Taktu afrit af gögnum símans
Retrive calls/messages - Sjáðu símtöl og sms sem hafa borist í símann
Unlock - Þú getur aflæst skjánum/skjálásnum
Extend battery life - Setur símann á sparnaðarstillingu svo rafhlaðan endist lengur
Set guardians - Þú getur boðið ákveðnum aðilum sem þú treystir að stjórna möguleikunum hér að ofan fyrir þig jafnvel þó svo að þú sért ekki á staðnum