Þú getur verið hjá Nova og verið með Sjónvarp Símans Premium áskrift í Sjónvarp Símans appinu. Það er sérlega hentugt fyrir fótboltaþyrsta þar sem Premier League á Síminn Sport er eingöngu aðgengilegur sem hluti af Sjónvarpi Símans Premium frá haustinu 2024.
Sjónvarpi Símans Premium hjá Nova kostar 6.990 kr. og þú getur verslað áskriftina þína hér. Svo getur þú alltaf farið í Stólinn á nova.is og sagt upp áskriftinni.
Sjónvarp Símans appið er aðgengilegt í símum, spjaldtölvum, Apple TV og Android TV, Samsung og LG snjallsjónvörpum, og á vefnum.
Hvaða áskriftir innihalda Enska boltann?
Sjónvarp Símans Premium er eina leiðin til að fá aðgang að Premier League / Enska boltanum. Þú nærð þér í áskrift að SSP hjá Nova og horfir svo í Sjónvarp Símans appinu.
Hvar sæki ég Sjónvarp Símans appið?
Náðu í appið í gegnum App Store eða Google Play. Sjónvarp Símans appið má einnig finna undir Apps í Samsung og LG snjallsjónvörpum. Þá er hægt að horfa á Sjónvarp Símans á vefnum.
Hvernig skrái ég mig inn í appið?
Þú skráir þig inn í Sjónvarp Símans appið með rafrænum skilríkjum á kennitölu áskriftarinnar og byrjar glápið!
Er hægt að borga fyrir einstaka leiki (PPV)?
Nei, ekki er boðið uppá Pay Per View að Enska boltanum.
Ef ég segi upp þjónustunni, hvað gerist?
Uppsögn tekur strax gildi. Áskriftin helst opin út núverandi áskriftartímabil.
Er hægt að leigja bíómyndir?
Hægt er að leigja bíómyndir á vef Sjónvarp Símans og horfa svo í öðrum tækjum eftir að búið er að leigja myndina.