Til þess að skoða, kveikja eða slökkva á tíðnum í gegnum nýja viðmótið ert þú á réttum stað!
Hér förum við yfir hvernig þú getur skráð þig inn á búnaðinn og skoðað hvort það sé ekki örugglega kveikt á þráðlausa netinu í honum.
Til þess að komast inn á stillingarsíðu rátersins þarft þú að tengja helst spjald eða tölvu við Hnetuna/4.5G ráterinn með notendanafni og lykilorði (það er að finna á límmiða á búnaðinum).
Því næst slærðu 192.168.8.1 inn í vafra.
Notendanafn: admin
Lykilorð: admin (ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti).
Ef þú hefur breytt lykilorðinu skráir þú þig inn með því lykilorði. Ef þú ert að skrá þig inná routerinn í fyrsta skipti, ýttu þá hér.
Þegar þú ert komin/nn/ð inn á stillingarsíðuna smellir þú á Settings í gráu stikunni, velur WLAN í felliglugganum og smellir á WLAN Basic Settings. Þar getur þú kveikt og slökkt á 2,4Ghz eða 5Ghz (ac) þráðlausa netinu.
Sjá meðfylgjandi mynd:
Þú þarft að endurræsa búnaðinn þegar búið er að ganga frá breytingum svo hægt sé að reyna að tengjast.
Átt þú ennþá í vandræðum með að tengjast?
Tækin tengd inn á routerinn með notendanafni og lykilorði og búið að endurræsa öll tæki?
Heyrðu þá endilega í okkur á netspjallinu á nova.is og við græjum þetta saman!