Innifalið í AlltSaman er ótakmarkað, net, símtöl og SMS á Íslandi og 15 GB netnotkun innan EES á hverju farsímanúmeri. Einnig er allt innifalið sem þú þarft fyrir heimanetið, aðgangsgjald og leiga á ráter er innifalin. Eitt verð fyrir AlltSaman!
Greitt er sérstaklega fyrir farsímanotkun á ferðalögum utan Evrópu (EES), gott er að kynna sér verðskrá landsins áður en haldið er af stað og í þeim löndum sem Net í útlöndum gildir í mælum við með því! Símtöl til útlanda og símtöl í þjónustunúmer (t.d. upplýsingaveitur, styrktarnúmer eða Eurovision) er einnig greitt fyrir aukalega. Slepptu óþarfa eins og að hringja í upplýsingaveitur og símtöl til útlanda, þú getur gert það ókeypis á netinu, það er ótakmarkað!
Greitt er fyrir Net í útlöndum og símtöl til útlanda í lok dags á þeim degi sem notkun á sér stað svo þú veist nákvæmlega hvað þú ert að nota. Engir óvæntir reikningar!
Í Stólnum getur greiðandi að AlltSaman opnað á símtöl til útlanda og skráð númer í Hringt til útlanda. Hringt til útlanda er greitt 1. hvers mánaðar og gildir í mánuð. Ef númer er skráð í Hringt til útlanda annan dag en 1. er greiðslan hlutfölluð fyrir þann mánuð.
Greitt er fyrir notkun vegna símtala til útlanda án þess að vera með kveikt á Hringt til útlanda í lok dags.
Í Stólnum á nova.is eða í Nova appinu getur greiðandi AlltSaman leyft eða lokað fyrir aukakostnað í stillingum allra númera sem eru í pakkanum hans.