Eitt verð fyrir ótakmarkað net heima, í farsímann, snjalltækin og úrið fyrir þig og þína á Íslandi.
Þú velur hvort þú viljir hafa Ljósleiðara eða 4.5G heima. Þú velur Einstök, Mikið, Meira eða Mest eftir því hversu marga farsíma, snjalltæki og úr þú vilt hafa í AlltSaman og greiðir svo eitt fast verð á mánuði fyrir þetta AlltSaman!
Hjá Nova fá allir að prófa AlltSaman frítt í mánuð, hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu spor á dansgólfi Nova eða ert langtíma dansfélagi. Við gerum ekki upp á milli viðskiptavina eins og sumir.
AlltSaman er því fyrir alla sem vilja einfalda hlutina, borga eitt verð og búa saman undir einu þaki.
Ekki vera risaeðla, losaðu þig við myndlykilinn, borgaðu minna og nýttu síðan sparnaðinn í eitthvað skemmtilegt, eins og allar streymisveiturnar.
Sama hvort þú ert með netið hjá Nova, farsímann eða ert nýr dansari þá einfaldlega smellir þú þér hingað, skráir þig í AlltSaman og byrjar strax að spara!
Hvað er innifalið í AlltSaman hjá Nova?
Með AlltSaman færðu ótakmarkað gagnamagn í farsíma, ótakmarkað gagnamagn fyrir heimanetið þitt, ótakmörkuð símtöl og SMS innanlands.
Er AlltSaman bundið áskrift?
Nei, AlltSaman er ekki bundið í áskrift og þú getur sagt þjónustunni upp hvenær sem er án aukakostnaðar.
Hvernig virkar reikningurinn hjá AlltSaman?
Þú greiðir fast verð mánaðarlega, óháð notkun. Þetta gerir reikninginn fyrirsjáanlegan og einfaldan.
Get ég bætt við fleiri númerum eða þjónustum?
Já, þú getur auðveldlega bætt við fleiri númerum eða annarri þjónustu við AlltSaman pakkann þinn í Nova appinu eða á vefnum.
Er hægt að nota AlltSaman erlendis?
Já, AlltSaman er með innifalda notkun á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en það gilda þó ákveðin gagnamörk erlendis sem hægt er að sjá í Nova appinu eða á vefsíðunni.
Viðbótarupplýsingar
Fyrir nánari upplýsingar eða ef þú hefur fleiri spurningar getur þú haft samband við þjónustuver Nova í síma 519-1919 eða í gegnum netspjall á nova.is.