Ef þú ert í vandræðum með ljósleiðaratenginguna þína er alltaf gott að byrja á því að endurræsa ljósleiðaraboxinu og ráternum. Ef að það virkar ekki þá er gott að fara í ítarlegri greiningu á vandamálinu.
Á öllum ljósleiðaraboxum eru ljós sem geta sagt til um hvert vandamálið er. Finndu ljósleiðaraboxið þitt með því að velja þína ljósleiðaraveitu hér að neðan til þess að fara í ítarlegri bilanagreiningu á ljósleiðaraboxinu þínu.
Heyrðu í okkur á spjallinu á nova.is ef þú ert í vandræðum og við aðstoðum þig við að komast aftur í gott samband.
Hver er ljósleiðaraveitan þín?
Ljósleiðarinn ehf. |
Míla ehf. |
Tengir ehf. |
Ljósleiðarinn ehf.
Veldu þitt ljósleiðarabox
Genexis Fibertwist
Míla ehf.
Veldu þitt ljósleiðarabox
Algengust: G-240G-E Næst algengust: G-240G-C G-010G-R / G-010G-Q (hvít)
GPT-1710Gv3B (2.5G / 5G / 10G)
Tengir ehf.
Veldu þitt ljósleiðarabox
3C-link CTS
Genexis Ljósleiðarabox
Powerljós - 🟢 Kveikt 🔴 Kerfisvilla ⚫️ Slökkt
Linkljós (stefnuljós) - 🟢 Í lagi ⚫️ Ekkert Samband
Gagnaljós (hornklofar) - 🟢 Í lagi ✳️ (Blikkar) Reynir að ná sambandi ⚫️ Slökkt
Powerljósið logar ekki
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráterinn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
- Ef að allar innstungur og straumbreytirinn eru í lagi þá er boxið líklega dautt og þarf að skipta því út. Hafðu samband við okkur á netspjallinu á nova.is og við aðstoðum þig við næstu skref.
Linkljósið logar ekki eða blikkar
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við þjónustuaðila. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að fronturinn sé beinn og fastur á, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan undir Gagnaljós.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Gagnaljósið logar ekki eða blikkar
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við ráterinn. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að fronturinn sé beinn og fastur á, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3 eða 4. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn. Gangtu úr skugga um að ráterinn sé tengdur í rétt port á ljósleiðaraboxinu.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Leiðbeiningar varðandi stöðu á front á Genexis ljósleiðaraboxi:
Ef þú ert í vafa hvernig á að ýta á framhliðina mælum við með því að þú hafir samband við okkur fyrst til þess að koma í veg fyrir óþarfa óhapp eða skemmdir á búnaðinum á Netspjallinu á nova.is.
- Leggðu lófann varlega flatan framan á ljósleiðaraboxið og ýttu þéttingsfast í átt að veggnum til að sjá hvort boxið smelli saman við front - Passaðu að gera þetta mjög varlega til þess að skemma ekkert en ganga þarf úr skugga um að fronturinn sé nægilega fastur á ljósleiðaraboxinu.
- Ef boxið er skakkt getur þú tekið framhliðina af boxinu og smellt henni aftur á. (Sjá mynd) Gott er að halda við afturpartinn svo hann haldist örugglega fastur á veggnum. Þegar framhliðin er sett aftur á á að heyrast smellur, en ef horft er á boxið á hlið á ekki að sjást neitt bil á milli fram- og afturhliðar.
- Boxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig að fullu, blikkandi ljós innan 8 mínútna frá endurræsingu getur verið eðlilegt.
- Ef Ljósin koma ekki inn stöðug, þ.e eru slökkt eða blikka þá er best að þú heyrir í okkur á netspjallinu á nova.is og við leysum þetta saman.
Genexis Fibertwist Ljósleiðarabox
Powerljós - 🟢 Kveikt 🔴 Kerfisvilla ⚫️ Slökkt
Gagnaljós (hornklofar) - 🟢 Í lagi ✳️ (Blikkar) Reynir að ná sambandi ⚫️ Slökkt
Powerljósið logar ekki
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það þá er straumbreytirinn bilaður og þú getur komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Gagnaljósið logar ekki eða blikkar
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við ráterinn. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að boxið sé snúið rétt saman og liggur beint.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3 eða 4. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn. Gangtu úr skugga um að ráterinn sé tengdur í rétt port á ljósleiðaraboxinu.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
G-240G-E
Stærsti hluti ljósleiðaraboxa hjá Mílu er þetta box, G-240G-E. Svart kassalaga box með ljósum að framan og portunum að aftan.
Smelltu á það orð til þess að stökkva inn í bilanagreininguna og beint inn í þá bilanagreiningu sem þú vilt fara í:
Ljósin
Bakhliðin
Reset / LED
Ljósin
POWER - 🟢 Kveikt ✳️ Er að starta sér 🔅Uppfærsla 🔴 Kerfisvilla ⚫️ Ekkert rafmagn
LINK - 🟢 Kveikt ⚫️ Þjónusta er niðri eða ekkert tengt
AUTH - 🟢 Kveikt ✳️ Reynir að tengjast ⚫️ Slökkt
Mikilvægast er að POWER, LINK og AUTH ljósin logi græn og stabíl á þessu boxi, sjá töfluna hér að neðan hvað ljósin þýða á boxinu og hegðun þeirra. Ráter er tengdur í LAN 1 eða 2.
Powerljósið logar ekki eða blikkar
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það þá er straumbreytirinn bilaður og þú getur komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
- Ef að ljósið blikkar grænt er ljósleiðaraboxið að ræsa sig, bíddu í nokkrar mínútur þar til ljósið verður stöðugt grænt.
- Ef að ljósið blikkar gult þá er ljósleiðaraboxið að uppfæra sig, bíddu í nokkrar mínútur þar til ljósið verður stöðugt grænt.
- Ef ekkert af þessu virkar getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is
AUTH logar ekki eða blikkar
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við ráterinn. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
LINK logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við þjónustuaðila. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Bakhliðin
- Boxið er með USB port (ekki notað)
- Fjögur ethernet LAN port (LAN 1,2,3 og 4)
- Tvö POTS (fyrir heimasíma - ekki notað)
- LAN 1 og 2 er notað til þess að tengja ráter og port 3-4 almennt notað til þess að tengja myndlykla.
- Tengi fyrir rafmagnssnúru (Power) og ON/OFF takki.
Reset/LED
Ef viðskiptavinur hefur samband þar sem ljósin á boxinu sjást ekki, eða þá vill slökkva á LED ljósunum þá getur viðskiptavinur rennt fingrinum undir boxið, á hliðinni frá ON/OFF takkanum og smellt á LED takkann.
Reset takkinn á boxinu er þar fyrir neðan, þarft að stinga mjóum pinna inn í gatið þar til ljósin flökta til þess að grunnstilling hafi tekist.
G-240G-C
Næst stærsti hluti ljósleiðaraboxa hjá Mílu er þetta box, G-240G-C. Svart kassalaga box með ljósum að framan og portunum að aftan með hvít silfruðu NOKIA letri ofan á.
Smelltu á það orð til þess að stökkva inn í bilanagreininguna og beint inn í þá bilanagreiningu sem þú vilt fara í:
Ljósin
POWER - 🟢 Kveikt 🔴 Kerfisvilla ⚫️ Ekkert rafmagn
PON - 🟢 Í lagi ⚫️ Ekkert Samband
AUTH - 🟢 Kveikt ✳️ Reynir að tengjast ⚫️ Slökkt
Mikilvægast er að POWER, PON og AUTH ljósin logi græn og stabíl á þessu boxi (ONTuni), sjá töfluna hér að neðan hvað ljósin þýða á boxinu (ONTuni) og hegðun þeirra. Ráter er tengdur í LAN 1 eða 2.
Powerljósið logar ekki
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það þá er straumbreytirinn bilaður og þú getur komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
PON logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við internetið. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3 eða 4. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
AUTH logar ekki eða blikkar
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við þjónustuaðila. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Bakhliðin
- Tvö POTS (fyrir heimasíma - ekki notað)
- Fjögur Ethernet LAN port (LAN 1,2,3,4). LAN 1 og 2 er notað til þess að tengja ráter og port 3-4 almennt notað til þess að tengja myndlykla.
- Reset gat
- Tengi fyrir rafmagnssnúru (Power)
- ON/OFF takki
Ef ljósleiðarinn er settur alveg upp við ráterinn sem er með 5 ghz (Super Wifi) virkjað getur boxið orðið fyrir truflunum sem lýsa sér, meðal annars, með truflunum í sjónvarpi. Lausnin á þessu er að hafa í það minnsta einn metra á milli ljósleiðaraboxins og rátersins. Ef það er ekki hægt verður annaðhvort að setja aðra gerð af ljósleiðaraboxi eða slökkva á 5ghz í ráternum.
G-010G-R / G-010G-Q (hvít)
Boxin G-010G-R og G-010G-Q eru alveg eins, haga sér alveg eins en eini munurinn er liturinn á þeim. Svart kassalaga box með ljósum að framan og porti undir.
Smelltu á það orð til þess að stökkva beint inn í þá bilanagreiningu sem þú vilt fara í:
Ljósin
POWER - 🟢 Kveikt ⚫️ Ekkert rafmagn
ALARM - ⚫️ Eðlilegt 🔴 Ekkert samband við þjónustuveitu
PON - 🟢 Auðkenning í lagi ✳️ Reynir að tengjast ⚫️ Ekkert samband við þjónustuveitu
LAN - 🟢 Port uppi ✳️ Gögn flæða yfir ethernet tengi ⚫️ Slökkt
Mikilvægast er að POWER, PON og LAN ljósin logi græn og stabíl á þessu boxi, sjá töfluna hér að neðan hvað ljósin þýða á boxinu (ONTuni) og hegðun þeirra. Ráter er tengdur í LAN portið á ljósleiðaraboxinu (ONTuni).
Powerljósið logar ekki
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það þá er straumbreytirinn bilaður og þú getur komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
LAN logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við internetið. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3 eða 4. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
PON logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við þjónustuaðila. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Bakhliðin:
Boxið er með ON/OFF takka, tengi fyrir rafmagnssnúru (power) eitt Ethernet LAN port sem er eingöngu ætlað til þess að tengja ráter. Reset gatið er á hlið boxins.
GPT-1710Gv3B
Nýjasta box Mílu er GPT-1710Gv3B, hvítt kassalaga box með ljósum hliðarlega að framan og port undir
Smelltu á það orð til þess að stökkva inn í bilanagreininguna og beint inn í þá bilanagreiningu sem þú vilt fara í:
Ljósin
POWER - 🔵 Kveikt 🔴 Er að ræsa sig ⚫️ Ekkert rafmagn
ALARM - ⚫️ Eðlilegt 🔴 Ekkert samband eða of veikt samband
SYNCHRONIZATION - 🔵 Auðkenning í lagi ✳️ Reynir að tengjast ⚫️ Ekkert samband
ETHERNET - 🟢 Port uppi ✳️ Gögn flæða yfir ethernet tengi ⚫️ Slökkt
Mikilvægast er að POWER, SYNCHRONIZATION og ETHERNET ljósin logi blá og stabíl á þessu boxi, sjá töfluna hér að neðan hvað ljósin þýða á boxinu (ONTuni) og hegðun þeirra. Ráter er tengdur í LAN portið á ljósleiðaraboxinu (ONTuni).
Powerljósið logar ekki
Þá er ljósleiðaraboxið líklega rafmagnslaust. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og skiptu við þann sem er í ljósleiðaraboxinu, ef boxið fer í gang við það þá er straumbreytirinn bilaður og þú getur komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Ethernet logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við internetið. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox: Ráter tengist úr port 1 eða 2. Eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3 eða 4. Tölvur og önnur tæki tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Synchronization logar ekki
Þá er ljósbreytan ekki að ná sambandi við þjónustuaðila. Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Bakhliðin:
Boxið er með Ethernet LAN port sem er eingöngu ætlað til þess að tengja ráter, reset gat, tengi fyrir rafmagnssnúru (Power) og ON/OFF takka
3C - Link
Á þessari mynd getum við séð hvernig 3C-link breyturnar eru tengdar. Hvíta ílanga boxið er inntakið fyrir ljósleiðarinn og svarta boxið er ljósbreytan sjálf. Routerinn tengist í portið lengst til hægri.
Það eru sex ljós á 3C - breytunni, hér fyrir neðan má sjá hvernig ljósin ættu að koma á breytunni og hvað þau þyða:
1. Öll ljós græn: Þegar allt er uppi þá ættu öll ljósin að vera logandi græn - ef að það næst samt ekkert samband á netið má prufa að endurræsa ljósbreytu og router.
2: F080 ljós vantar: Þá er ljóslinkurinn uppi en við erum ekki að ná neinu sambandi við routerinn. Þá væri gott að byrja á því að athuga hvort routerinn sé tengdur rétt og hvort hann sé í sambandi við rafmagn.
3. Ef FX ljósin vantar: Þá er ljóslinkurinn niðri en það er samt samband við router.
Þá væri sniðugt að byrja á því að endurræsa ljósbreytunni.
4. Engin ljós: Þá er að öllum líkindum rafmagnslaust.
CTS
Við erum einnig að notast við aðra tegund af breytu sem heitir CTS. Þegar notast er við CTS breytur þá tengist routerinn bara í port 1 (Lan 1) eins og hér á myndunum fyrir neðan:
Ljósin á CTS - breytunni eru töluvert frábrugðin 3C - breytunni, hérna má sjá hvað ljósin á CTS - breytunni þýða:
1. POWER: Ef powerljósið vantar þá er ekkert rafmagn á breytunni. Þá er best að byrja á því að athuga hvort breytan sé í sambandi við rafmagn.
2. STATUS: Þetta ljós segir okkur að það sé umferð á breytunni. Ef það ljós vantar er best að byrja á því að athuga hvort routerinn sé í sambandi og hvort hann sé tengdur rétt við breytuna.
3. WAN: Ef WAN ljósið vantar þá er ekki samband við stöð og ljóslinkurinn niðri
4. Appelsínugult ljós : merkir að það sé 1 Gíg samband.
5. Grænt ljós: Aðeins 100mb samband, hér þarftu líklega að skipta um snúru til að fá fullan hraða. Snúrur sem styðja 1 gíg samband er svokallaðar Cat 5e og Cat 6 snúrur.
6. LAN1: Tæki sem styður 1gb/s í sambandi við breytuna (routerinn)
7. LAN2: Tæki sem styður 100mb/s í sambandi við breytuna , ér þarftu líklega að skipta um snúru til að fá fullan hraða. Snúrur sem styðja 1 gíg samband er svokallaðar Cat 5e og Cat 6 snúrur.
8. LAN3/LAN4: Ekkert á að vera í sambandi hér