Hér förum við yfir mögulegar ástæður þess að kastari hjá Nova virkar ekki sem skyldi eða eitthvað gæti verið að kastaranum:
Kastarinn nær ekki að para sig við ráter
Ef kastarinn hefur virkað vel en er allt í einu orðinn hægur
Kastarinn er beintengdur við ráter
Kastarinn nær ekki að para sig við ráter
Passa þarf að fylgja vel leiðbeiningum þegar kastari er paraður við ráter:
-
Kveiktu á kastaranum.
-
Stingdu kastaranum í samband við rafmagn.
-
Tengdu kastarann við ráter.
-
Náðu í netsnúruna sem fylgir kastaranum og tengdu hana úr kastaranum í eitt af LAN tengjunum aftan á Huawei ráternum.
-
Bíddu eftir hvíta ljósinu.
-
Hinkraðu í u.þ.b 2 mínútur eftir að hvítt ljós birtist framan á kastaranum.
-
Finndu stað fyrir kastarann.
-
Þegar hvíta ljósið er komið á kastarann máttu aftengja hann og færa hann á þann stað sem hentar best. Við mælum með að hafa kastarann tengdan með netsnúru til að fá mestan mögulegan hraða en hann virkar líka þráðlaus.
-
Ef kastari er hafður þráðlaus.
-
Ef þú tekur kastarann úr sambandi tekur það u.þ.b 2 mínútur fyrir hann að tengjast sjálfkrafa aftur inn á ráter. Ef rauða ljósið verður ekki aftur hvítt innan 2 mínútna er kastarinn staðsettur of langt frá ráter. Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðarveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Þegar nýr ráter er tengdur við ljósleiðarabox getur það tekið allt að 15 mínútur fyrir ráter að uppfæra sig í rétt firmware.
Ef það virkar ekki að para kastarann eftir 15 mínútur getur verið gott að reseta kastarann.
Kastarinn hafður þráðlaus
Þegar þú hefur parað kastarann við ráter máttu taka hann úr sambandi og hafa hann á þeim stað sem þú villt hafa kastarann staðsettan. Þegar þú stingur kastaranum aftur í samband við rafmagn tekur það u.þ.b tvær mínutur fyrir hann að tengjast ráternum sjálfkrafa aftur.
Ef rauða ljósið verður ekki aftur hvítt innan 2 mínútna er kastarinn staðsettur of langt frá ráter.
Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðaveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Ef kastarinn er að missa samband við ráter er ástæðan oftast sú að kastari er staðsettur of langt frá ráter. Gott er að taka speedtest á þeim stað sem kastarinn á að vera staðsettur á.
Ef kastarinn hefur virkað vel en er allt í einu orðinn hægur
-
Restarta kastara
-
Restarta ráter
-
Restarta ljósleiðaraboxi
Kastarinn er beintengdur við ráter
Kastarinn getur verið staðsettur hvar sem er í húsinu ef hann er beintengdur við ráter.
-
Hafa þarf í huga að LAN snúrur styðja ekki allar 1000 Mb/s.
-
Cat5e og Cat6 LAN snúrur styðja 1000 Mb/s.
-
Ef kastarinn er staðsettur langt frá ráter getur verið dauður punktur á milli ráters og kastara