Frá og með 1. júlí 2025 munu nýir skilmálar Nova taka gildi, Með nýjum skilmálum verður notandi rétthafi símanúmers í stað þess sem áður var þegar greiðandi var rétthafi þess. Þessari grein er ætlað að útskýra hvað það þýðir í ólíkum aðstæðum.
Hvað þýðir að vera rétthafi símanúmers?
Rétthafi er sá sem notar símanúmerið og á það formlega – alveg sama hver borgar fyrir það. Rétthafi getur einn séð notkunarsögu í Stólnum og hann getur einn beðið um nýtt SIM-kort. Notandi getur breytt þjónustu, en ef greiðandi er annar en notandi þarf hann að samþykkja breytinguna.
Rétthafi er alltaf skráður notandi símanúmers. 💬 Til að breyta hver sé skráður notandi, þarf rétthafi að hafa samband í verslun eða á Netspjallinu. Aldrei er hægt að taka yfir númer nema með samþykki rétthafa.
Ef greiðandi er annar en notandi (t.d. foreldri eða fyrirtæki), þarf greiðandi að sammþykkja að vera áfram greiðandi.
Hvað þýðir að vera greiðandi?
Greiðandi er sá sem borgar reikningana fyrir símanúmerið. Það getur verið einstaklingur eða fyrirtæki. Greiðandi á ekki sjálfkrafa númerið og hefur ekki aðgang að notkunarsundurliðun.
🧾 Hver á númerið í mismunandi aðstæðum?
Ég nota númer í AlltSaman pakka – hvað þýðir það?
- Þú ert rétthafi númerins, þó einhver annar borgi (greiðandi).
Ég er greiðandi fyrir AlltSaman pakka – hvað þýðir það?
- Þú ert greiðandi fyrir öll númerin í pakkanum, en hver notandi er rétthafi síns númers.
Ég greiði fyrir börnin mín – hver á númerin?
- Þú ert greiðandi, en börnin eru rétthafar og eiga sín eigin númer. Ekki er hægt að taka yfir númer barna (eða foreldra t.d.) nema rétthafi óski eftir slíkri breytingu.
Vinnan mín borgar símareikninginn – hver á númerið?
Þú ert rétthafi, þar sem þú notar númerið. Vinnan er greiðandi.
Get ég skipt um símafyrirtæki þó vinnan borgi?
Já – þú ert rétthafi og getur fært númerið. En vinnan þarf að samþykkja að halda áfram að borga.
👩👧👦 Sérstakar aðstæður
Börn sem eru rétthafar
- Yngri en 18 ára:
- Geta ekki breytt eða sagt upp þjónustu nema með samþykki greiðanda.
- Geta ekki stofnað til skuldbindinga án samþykkis greiðanda.
- 18 ára og eldri:
- Geta opnað, breytt og sagt upp þjónustu (með samþykki greiðanda ef hann er annar).
- Geta ekki stofnað til skuldbindinga án samþykkis greiðanda.
🔄 Hvað með breytingar á þjónustu?
Hver getur gert hvað?
Aðgerð | Rétthafi (notandi) | Greiðandi (ef annar) |
Breyta notanda númers | ✅ (með samþykki greiðanda) | ❌ |
Opna/loka/breyta þjónustum | ✅ (með samþykki greiðanda) | ✅ (tilkynna þarf notanda) |
Skoða sundurliðun á notkun númers í Stólnum | ✅ | ❌ |
Skoða reikninga og yfirlit | ❌ | ✅ |
Segja upp þjónustu | ✅ (tilkynna þarf greiðanda) | ✅ (tilkynna þarf notanda) |
Gera sjálfan sig að greiðanda | ✅ (tilkynna þarf greiðanda) | - |
Skipta um greiðanda | - | ✅ (tilkynna þarf notanda) |
Biðja um nýtt SIM kort | ✅ | ❌ |
📍 Dæmi til að skýra málið
- Jói borgar sinn eigin síma → Hann er bæði rétthafi og greiðandi.
- Jói byrjar hjá Fyrirtæki ehf. → Fyrirtækið verður greiðandi, en Jói áfram rétthafi.
- Sigga fær síma hjá Fyrirtæki ehf. → Sigga er rétthafi, fyrirtækið greiðandi.
- Sigga skiptir um vinnu → Hún tekur númerið með sér og nýi vinnustaðurinn verður greiðandi.
- Birna borgar fyrir börnin sín → Hún er greiðandi, börnin eru rétthafar.
Einfalt og skýrt:
Rétthafi (notandi) á númerið – greiðandi borgar fyrir það. Ef annað þarf að breytast, þarf samþykki beggja ef tveir aðilar koma að númerinu.
Ef þú ert í vafa, hafðu samband í verslun eða á Netspjallinu – við hjálpum þér að finna út úr þessu!