Ef kortið sem þú ert með fyrir AlltSaman virkar ekki eða það tekst ekki að rukka kortið þitt þá reynum við að rukka aftur daglega, en við sendum þér líka hlekk á greiðslusíðu í tölvupósti þar sem þú getur greitt með korti.
Þar getur þú líka greitt með Aur eða Netgíró, seinkað greiðslunni um 30 daga eða dreift henni. Um leið og greiðsla fyrir næsta mánuði af AlltSaman er komin í gegn kemstu aftur á hraðasta netið í öllum græjunum þínum.
Boðið er upp á að taka lán með Aur, þar sem hægt er í raun að seinka gjalddaganum um mánuð, sem er ekki dýrt ef það er borgað stuttu eftir lántöku því greiðslugjald er 0 kr. þar ef lánið er borgað innan 48 tíma. Eftir 48 tíma er greiðslugjald 10 kr. á dag.
Einnig er hægt að óska eftir frestun á greiðslu í allt að 9 daga og fá opnar þjónusturnar á meðan.
Þetta er tölvupósturinn sem þú færð sendan á skráð netfang:
Þetta er síðan sem kemur upp þegar þú ýtir á hlekkinn í tölvupóstinum og þar er hægt að velja greiðslumáta.