Þetta er svona akkúrat núna á meðan þú ert að breyta úr “eftirágreitt” í “fyrirframgreitt”. Ef þú varst í áskrift og fórst síðan yfir í AlltSaman þá greiðir þú fyrir þá daga sem þú varst í áskrift.
Frímánuðurinn þinn af AlltSaman var að klárast svo nú ertu að byrja að greiða mánaðarlega fyrir AlltSaman.
Tökum dæmi:
Fyrir maí notkun gefum við út reikninginn um miðjan júní. Þú hefur svo til byrjun júlí til að greiða maí reikninginn.
Segjum að þú byrjir hjá okkur í allt saman þann 1. júní. Það þýðir að með frímánuðinum borgaru ekki AlltSaman fyrr en 1. júlí. Sú greiðsla er semsagt greiðsla fyrir komandi mánuð. Þess vegna greiðir þú samtímis maí og júlí notkun. Júní er frímánuðurinn.
AlltSaman er fyrirframgreitt - þú greiðir semsagt fyrirfram eins og þú veist Netflix, Spotify og Nova TV.
Um ókomna tíð muntu bara greiða sama fasta verðið fyrir AlltSaman einu sinni í mánuði.
Með Aur getur þú fengið greiðslufrest í AlltSaman í allt að 30 daga.