Ef þú ert með AlltSaman pakka hjá Nova og ert að greiða fyrir hann á degi sem hentar þér ekki þá er til afar einföld lausn við því.
Þú getur valið á hvaða degi greiðslan er tekin af kortinu þínu fyrir pakkanum.
Byrjaðu á því að setjast í Stólinn á nova.is og smelltu á Stillingar á AlltSaman pakkanum þínum:
Því næst velur þú Greiðsludagur og velur á hvaða degi þú vilt greiða AlltSaman pakkann þinn:
Þá sérðu hvernig greiðsluplanið þitt lítur út og velur Staðfesta. Á næsta greiðsludegi munt þú greiða hlutfallslega fyrir AlltSaman pakkann þar sem þú greiðir ekki fyrir heilan mánuð. Þarnæsti greiðsludagur verður þá nýi greiðsludagurinn þinn og þá verður allt eins og þú vilt hafa það og þú greiðir eitt fast verð á þeim degi um ókomna gleðilega tíð.