Nova býður uppá eSIM og hefur gert frá því Úrlausn kom á markað, en Úrlausn er eSIM lausn í snjallúr frá Apple og Samsung.
Til þess að fá eSIM hjá Nova í farsímann þinn þarft þú einungis að skrá þig inn á Stólinn á nova.is og fylgja leiðbeiningunum hér að neðan:
Smelltu á númerið sem þú vilt fá eSIM fyrir. Veldu Stillingar, og smelltu á Símkort.
Þar getur þú smellt á hnappinn Breyta símkorti í eSIM.
eSIM styður ekki Rafræn skilríki. Því þarft þú að sækja Auðkennisappið og skrá þig inn með rafrænu skilríkjunum þínum áður en þú heldur áfram, því um leið og þú virkjar eSIM óvirkjast símkortið og þar með rafrænu skilríkin þín á meðan við útbúum QR kóðann! Kynntu þér vel hvaða þjónustur styðja Auðkennisappið.
Svo þarft þú bara að skanna QR kóðann og klára dæmið í farsímanum þínum!
Fyrir iPhone síma smelltu hér.
Fyrir Samsung síma smelltu hér.
Við minnum á að það hafa ekki allir þjónustuveitendur innleitt Auðkennisappið enn, svo við mælum með að nýta eSIM fyrir farsímanúmer sem ekki eru með rafrænum skilríkjum.
Hér að neðan má finna lista yfir þá aðila sem bjóða upp á innskráningu með rafrænum skilríkjum í gegnum Auðkennisappið:
https://app.audkenni.is/thjonustur/thjonustuadilar.cfm